|
Birta er viljug og kvikk, en lætur mjög auðveldlega að stjórn. Hún er töluvert mikið tamin, og fetar, brokkar og stekkur mjög vel, en töltið er í vinnslu. Hún var klárgeng af stað, en er núna farin að tölta og er í stöðugri framför. Hún er mjög hágeng og verulega spennandi efni í gott keppnishross þegar hún fer að ráða við meiri ferð á tölti. Birta er stór og sterk, og með mjög fallegan, mjög langan og reistan háls. Hún er fótlöng og sterklega byggð. Frábært efni fyrir sanngjarnan pening miðað við gæði ef þú velur að borga minna og gera vinnuna að þessu leyti sjálfur.
|