|
Árið 2006 fundust 570 vestur-afrísk fórnarlömb vændisviðskipta í 11 Evrópuríkjum (Austurríki, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Spáni, Sviss og Bretlandi). Sá sem sér um að afla fórnarlambanna útvegar fórnarlömbunum lán upp á 40.000 til 55.000 dollara sem ætlað er að dekka kostnaðinn við ólöglegan innflutning og útbýr samning þar sem kveðið er á um endurgreiðslu innan tiltekins tíma. Fórnarlömbin eru í fylgd karlmanns á meðan á ferðinni stendur, en hann er oft kallaður „handvagninn“. Þegar komið er á áfangastað er fórnarlambið afhent útibúi samtakanna á staðnum (þeir sem útvega fórnarlömbin og annast útgerð þeirra eru iðulega úr sömu fjölskyldu). Fórnarlömbin eru neydd út í vændi þar til skuldin hefur verið greidd.
|