|
Við vinnslu á yfirlýsingum sem þessum er eitt helsta áhersluatriðið að koma skilaboðunum rétt á framfæri. Hver mun borða þessa yfirlýsingar„pylsu“? Ég held að markhóparnir séu nokkrir, hvað þessar yfirlýsingar varðar, og að orðalag skilaboðanna þurfi að taka mið af þeim. Í fyrsta lagi er það almenningur í bandalagsríkjunum. Yfirlýsingin getur verið mjög gagnleg til skýringar á því hvers vegna bandalagsþjóðirnar hafa ráðist í tilteknar aðgerðir. Í öðru lagi eru það ytri áheyrendur. Ráðstefnuyfirlýsingar hafa gríðarlegt pólitískt vægi þar sem þær lýsa fyrir þriðju aðilum hver viðhorf og ætlanir bandalagsríkjanna eru, en þessir aðilar rannsaka þær gaumgæfilega og brjóta til mergjar merkingu sérhvers orðs og sérhvers punkts. Þarna gætu falist skilaboð um stuðning og hvatningu til landa, sem vonast eftir aðild að NATO, auk annarra samstarfsþjóða. Eða, sumum skilaboðum gæti verið beint til hópa sem virðast ákveðnir í að ráðast á eða grafa undan öryggishagsmunum og gildismati bandalagsríkjanna. Loks er það NATO-samfélagið sjálft. Ráðstefnuyfirlýsing er opinber tjáning á þeim viðhorfum, sem bandalagsríkin deila hvert með öðru í lykilmálum og hún skapar ramma fyrir starf NATO-samfélagsins á komandi mánuðum og árum.
|