|
ALS hefur nú þegar nýst í ýmissi áætlanagerð innan bandalagsins, sem og öðrum er fást við verkefni er lúta að getu bandalagsins, og aðildarríkjunum sjálfum í viðleitni þeirra til að forgangsraða verkefnum með samræmdum hætti. Þannig tók ráðherravísirinn 2006, sem varnaráætlananefndin samþykkti í júní 2006, mið af ALS, en líka ráðherravísirinn um almannavarnaáætlanir sem samþykktur var í janúar 2007. Auk þess endurspeglar MC 550, sem er vísir hernaðarnefndarinnar um hernaðarlega innleiðingu ALS, og undirskjöl þess, líka ALS með hagnýtum hætti. Margvíslegt bendir einnig til þess að skjalið hjálpi til við umbreytingarferlið hjá aðildarríkjunum sjálfum.
|