|
Árið 2007 reyktu Afríkumenn u.þ.b. 400 milljarða vindlinga. Ef ólöglegi markaðurinn stendur fyrir 15% af þeim vindlingum sem reyktir eru í Afríku, myndi þetta þýða að meira en 60 milljarðar vindlinga (30 milljón pakkar, 6000 gámar) hafir verið reyktir ólöglega í Afríku á því ári. Aðeins 17% neyslunnar fór fram í Vestur-Afríku, en þar býr 30% íbúa Afríku. En eftirspurnin er mun meiri í Norður-Afríku, þar á meðal í Alsír, Egyptalandi, Líbíu, Marokkó og Túnis en Vestur-Afríka miðlar vindlingum til þessara ríkja. Allt upp í 80% af vindlingamarkaðnum í sumum Vestur- og Norður-Afríkuríkjum er ólöglegur, sem aftur þýðir að meirihluti reykinga í þessum ríkjum hefur í för með sér ágóða fyrir glæpamenn. Stöðlun leyfisveitinga og skattareglna innan Efnahagssamfélags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) og skattafgreiðsla allra vindlinga við komu í höfn myndi taka á hluta vandans við þessa starfsemi, en ekki öllum.
|